Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2019 08:00 Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira