Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2019 08:00 Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira