Innlent

Slökkti eld í bíl með kókflösku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Eitt bílslys og annað umferðaróhapp urðu í Þrengslum um klukkan átta í morgun vegna hálku á vegi. Þetta segir lögreglan á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.

Slysin tengjast ekkert en annar bíllinn valt einu sinni og kom lítill eldur upp í bílnum sem slökktur var með kókflösku á vettvangi. Ekkert slys varð á fólki en sjúkrabíll fór á vettvang og hlúði að ökumanni bílsins.

Hitt atvikið varð um svipað leyti en bíllinn rann til í hálku og staðnaði í vegkantinum.

Frosti er ekki spáð aftur fyrr en eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×