Innlent

Slökkti eld í bíl með kókflösku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Eitt bílslys og annað umferðaróhapp urðu í Þrengslum um klukkan átta í morgun vegna hálku á vegi. Þetta segir lögreglan á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.

Slysin tengjast ekkert en annar bíllinn valt einu sinni og kom lítill eldur upp í bílnum sem slökktur var með kókflösku á vettvangi. Ekkert slys varð á fólki en sjúkrabíll fór á vettvang og hlúði að ökumanni bílsins.

Hitt atvikið varð um svipað leyti en bíllinn rann til í hálku og staðnaði í vegkantinum.

Frosti er ekki spáð aftur fyrr en eftir helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.