Mikil aukning á árinu í sjálfsvígssímtölum Björn Þorfinnsson skrifar 1. október 2019 07:45 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparlínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira