Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 17:07 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir