Innlent

Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld

Kjartan Kjartansson skrifar
Tillagan gerði ráð fyrir að forgangsakreinar yrðu ekki lengur aðeins fyrir strætó, leigubíla og forgangsakstur.
Tillagan gerði ráð fyrir að forgangsakreinar yrðu ekki lengur aðeins fyrir strætó, leigubíla og forgangsakstur. Fréttablaðið/Sigtryggur
Borgarstjórn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að nýta forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur undir bíla með þrjá eða fleiri innanborð á fundi sínum í dag.Forgangsakreinar hafa verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Tillaga sjálfstæðismanna var að þær yrðu einnig samflotsreinar fyrir þá sem deila bíl eins og þekkjast erlendis.Yfirlýst markmið tillögunnar var að minnka umferðarteppur í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Héldu sjálfstæðismenn því fram að það væri skjótvirk leið til að tappa af umferðarvandanum samstundis að leyfa bílum með þrjá eða fleiri innanborðs að aka á forgangsakreinunum.Á dagskrá borgarstjórnar í dag var einnig samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til 2033.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans

Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.