Leggja fram tillögu um samflot og samferðabrautir Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 1. október 2019 11:20 Jórunn Pála, Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. Vísir/Stöð 2 Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00
Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15