Viðskipti innlent

Tekjur heild­sölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá þrjár af fjölmörgum bragðtegundum Nocco sem fást hér á landi.
Hér má sjá þrjár af fjölmörgum bragðtegundum Nocco sem fást hér á landi.

Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum.

Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna.

Að því er greint er frá á vef Viðskiptablaðsins jókst hagnaður heildsölunnar einnig töluvert í fyrra frá því sem var árið áður.

Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna en árið 2017 um tæplega 150 milljónir króna. Sé farið aftur til ársins 2016 var hagnaðurinn svo enn minni eða sem nam 23 milljónum króna.

Heildsalan Core er í eigu hjónanna Ársæls Þórs Bjarnasonar og Kamillu Sveinsdóttur. Þau hafa rekið heildsöluna frá árinu 1998 og sérhæft sig í innflutningi á heilsuvörum.

Þannig flytja þau inn, auk Nocco, vörur sem notið hafa vaxandi vinsælda á síðustu árum, eins og til dæmis ávaxtadrykki frá Froosh, próteinstykki frá Barbells og snakk frá Popcorners.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.