Duga Erik Hamrén 16 mínútur hjá Birki Bjarna? Benedikt Bóas skrifar 4. október 2019 09:00 Birkir Bjarnason er fastamaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir fáar mínútur. vísir/getty Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira