Innlent

Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miklar raskanir eru á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í kvöld.
Miklar raskanir eru á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm

Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst.

Frekari truflanir eru á flugferðum annarra flugfélaga samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Má reikna með mikilli röskun í kvöld og nótt.

Þór Jónsson, fyrrverandi fréttamaður og starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar, er á meðal þeirra sem er fastur úti í flugvél. Hann er um borð í flugvél Icelandair frá Kaupmannahöfn.

„Vélarnar standa kyrrar úti á braut vegna veðurs því að hviður fara upp í 26 m á sek. Stuð,“ segir Þór í færslu á Facebook.

Hann segir í samtali við Vísi að reiknað sé með tveggja klukkustunda bið eða þar til hviður hætti að fara upp í 50 hnúta. Lendingin hafi eftir atvikum verið mjúk og andi um borð ágætur þótt einhverjir hafi orðið að afbóka borð á veitingastöðum í Reykjavík.

Þá taki vindurinn stundum rösklega í vélina.

Þau sjái þó að verið sé að toga eina og eina flugvél að rampi svo vonir standi til um borð að biðtíminn verði ekki jafnmikill og tilkynnt hafi verið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.