Innlent

Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Von er á töluverðum röskunum síðdegis og í kvöld á flugferðum í Keflavík.
Von er á töluverðum röskunum síðdegis og í kvöld á flugferðum í Keflavík. Vísir/Vilhelm

Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. Reiknað er með 18-25 m/s vindi á suðvesturfjórðungi landsins í kvöld.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugferðirnar sem falla niður alls fjórtán. Ekkert meira verði flogið í dag.

Starfsfólk sé komið á fullt í að finna ný flug fyrir þetta fólk. Því verði send uppfærð ferðaáætlun þegar hún liggur fyrir. Hún bendir á „manage my booking“ flipann á heimasíðu Icelandair þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.