Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. Reiknað er með 18-25 m/s vindi á suðvesturfjórðungi landsins í kvöld.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugferðirnar sem falla niður alls fjórtán. Ekkert meira verði flogið í dag.
Starfsfólk sé komið á fullt í að finna ný flug fyrir þetta fólk. Því verði send uppfærð ferðaáætlun þegar hún liggur fyrir. Hún bendir á „manage my booking“ flipann á heimasíðu Icelandair þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs
