Fótbolti

Bröndby vann Kaupmannahafnarslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby.
Hjörtur í leik með Bröndby. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn er hans menn í Bröndby gerðu sér lítið fyrir og skelltu FCK á heimavelli í dag, 3-1.

FCK hefði komist á topp deildarinnar með sigri í dag en liðið er nú einu stigi á eftir Midtjylland sem á leik til góða.

Bröndby komst í 2-0 forystu á fyrsta hálftíma leiksins en gestirnir minnkuðu muninn áður en fyrri hálfleik lauk. FCK missti svo Rasmus Falk af velli með rautt spjald um miðjan síðari hálfleik.

Kamil Wilczek innsiglaði svo sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok en hann skoraði tvö mörk í dag.

SönderjyskE vann einnig góðan sigur á Esbjerg, 2-1. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi SönderjyskE í dag en Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður.

Bröndby er í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig en SönderjyskE er í því sjöunda með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×