Fótbolti

Atletico missteig sig gegn Valladolid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joao Felix gat ekkert galdrað fram úr erminni í dag
Joao Felix gat ekkert galdrað fram úr erminni í dag vísir/getty
Atletico Madrid slapp með skrekkinn gegn Valladolid á útivelli í La Liga deildinni í dag, en missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Heimaenn í Valladolid fengu vítaspyrnu á 36. mínútu Sandro Ramirez vann vítaspyrnuna og hann fór sjálfur á punktinn. Hann setti boltann hins vegar hátt yfir markið.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og fór svo að leiknum lauk með markalus jafntefli.

Úrslitin þýða að Atletico er nú í öðru sætinu þremur stigum á eftir Real Madrid á toppi deildarinnar og getur Real Sociedad ásamt annað hvort Barcelona eða Sevilla farið upp fyrir Atletico áður en umferðin er úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×