Segir ekki tilefni til hræðsluáróðurs um loftslagsvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 16:22 Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. aðsend „Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15