Konur mega nú gista einar á hótelum í Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 22:15 Sádiarabískar konur munu einnig geta ferðast einar og gist á hótelum án fylgdarmanns. getty/Sean Gallup Ógift erlend pör munu nú geta leigt hótelherbergi saman í Sádi-Arabíu en það hefur ekki staðið til boða hingað til. Breytingin er hluti af nýju ferðaleyfi fyrir erlenda ríkisborgara sem verið er að koma á laggirnar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þessa munu konur einnig geta gist einar á hótelherbergjum. Áður en þessi breyting kom til þurftu pör að sanna að þau væru gift áður en þau fengu hótelherbergi. Breytingarnar eru einn liður í tilraunum sádi-arabíska konungsveldisins til að auka ferðamannaaðsókn til landsins. Ríkið hefur síðastliðin misseri gert ýmsar breytingar í von um að heilla mögulega ferðamenn og fjárfesta. Nýlega voru réttindi kvenna til að ferðast aukin og geta konur nú ferðast án leyfis eiginmanns eða karlkyns ættingja sinna og þær mega keyra bíl sjálfar. Hingað til hafa pör þurft að sýna fram á hjónaband með opinberum skjölum en nú hefur þessum reglum verið aflétt fyrir erlenda ríkisborgara. „Allir Sádar þurfa að sýna fram á að um fjölskyldu sé að ræða eða sönnun fyrir sambandi þegar þeir gista á hótelum,“ sagði talsmaður sádi-arabísku nefndarinnar um ferðaþjónustu og þjóðararfleifð í tilkynningu. „Þetta gildir ekki um erlenda ríkisborgara. Allar konur, þar á meðal sádi-arabískar konur, geta bókað og gist á hótelherbergjum einar síns liðs svo lengi sem þær rétta fram skilríki þegar þær mæta.“ Þá munu kvenkyns ferðamenn ekki þurfa að hylja sig frá toppi til táa en munu samt þurfa að vera siðsamlegar til fara. Jafnréttismál Sádi-Arabía Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ógift erlend pör munu nú geta leigt hótelherbergi saman í Sádi-Arabíu en það hefur ekki staðið til boða hingað til. Breytingin er hluti af nýju ferðaleyfi fyrir erlenda ríkisborgara sem verið er að koma á laggirnar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þessa munu konur einnig geta gist einar á hótelherbergjum. Áður en þessi breyting kom til þurftu pör að sanna að þau væru gift áður en þau fengu hótelherbergi. Breytingarnar eru einn liður í tilraunum sádi-arabíska konungsveldisins til að auka ferðamannaaðsókn til landsins. Ríkið hefur síðastliðin misseri gert ýmsar breytingar í von um að heilla mögulega ferðamenn og fjárfesta. Nýlega voru réttindi kvenna til að ferðast aukin og geta konur nú ferðast án leyfis eiginmanns eða karlkyns ættingja sinna og þær mega keyra bíl sjálfar. Hingað til hafa pör þurft að sýna fram á hjónaband með opinberum skjölum en nú hefur þessum reglum verið aflétt fyrir erlenda ríkisborgara. „Allir Sádar þurfa að sýna fram á að um fjölskyldu sé að ræða eða sönnun fyrir sambandi þegar þeir gista á hótelum,“ sagði talsmaður sádi-arabísku nefndarinnar um ferðaþjónustu og þjóðararfleifð í tilkynningu. „Þetta gildir ekki um erlenda ríkisborgara. Allar konur, þar á meðal sádi-arabískar konur, geta bókað og gist á hótelherbergjum einar síns liðs svo lengi sem þær rétta fram skilríki þegar þær mæta.“ Þá munu kvenkyns ferðamenn ekki þurfa að hylja sig frá toppi til táa en munu samt þurfa að vera siðsamlegar til fara.
Jafnréttismál Sádi-Arabía Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira