Fótbolti

Köstuðu flugeldi í átt að eigin öryggisverði sem var svo fluttur á sjúkrahús

Anton Ingi Leifsson frá Kaupmannahöfn skrifar
Stuðningsmenn FCK á vellinum í gær.
Stuðningsmenn FCK á vellinum í gær. vísir/getty
Það var mikill hiti eins og venjulega, bæði inn á vellinum og fyrir utan hann, er Bröndby og FCK mættust í baráttunni um Kaupmannahöfn.

Mikill rígur er á milli liðanna en Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby unnu 3-1 sigur í gær. Fyrsti sigur þeirra gulkæddu á FCK í langan tíma.

Hitinn vill oft verða svo mikill utan vallar í þessum leikjum að þegar liðin mætast þá fylgja sérstakir öryggisverðir stuðningsmönnum beggja liða.

FCK kemur með sína öryggisverði til þess að sjá um þá stuðningsmenn sem sitja í FCK-horninu og Bröndby, sem var á heimavelli í gær, um restina.







Ekki komust þó allir heilir heim frá leiknum í gær því einn öryggisvörður FCK var borinn í burtu frá vellinum eftir að flugeldur hafði sprungið við hlið hans.

Talið er að hann hafi ekki meitt sig alvarlega en hann var fluttur á sjúkrahús. Lögreglunni hafði verið tilkynnt um málið en gat ekki gefið meiri upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×