Fá ekki aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í stóra amfetamínmálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2019 10:53 Einn sakborninga með klút, sólgleraugu og hettu við þingfestingu í héraðsdómi. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að héraðssaksóknari þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir hinna ákærðu, þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson, kröfðust þess að fá aðgang að umræddum gögnum auk þess sem þess var krafist að héraðssaksóknari myndi taka til sín rannsókn á meintu peningaþvætti þeirra og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Í úrskurði Landsréttar segir að í lögum meðferð sakamála komi fram sú meginregla að verjandi skuli eins fljótt og auðið er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Hljóð- og myndefni teljist hins vegar ekki til skjala í skilningi ákvæðisins og verði af þeirri ástæðu að hafa kröfunni um að fá afrit af hlustunum, „enda verður að skilja kröfuna svo að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um,“ eins og segir í úrskurði Landsréttar. Varðandi kröfuna um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu segir að það verði að líta til þess að það sé almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni. Ákæruvaldið hafi í þessu máli lýst því yfir að dagbókarfærslurnar hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá hafi ákærðu „ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldinu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði,“ segir í úrskurði Landsréttar sem lesa má hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að héraðssaksóknari þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir hinna ákærðu, þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson, kröfðust þess að fá aðgang að umræddum gögnum auk þess sem þess var krafist að héraðssaksóknari myndi taka til sín rannsókn á meintu peningaþvætti þeirra og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Í úrskurði Landsréttar segir að í lögum meðferð sakamála komi fram sú meginregla að verjandi skuli eins fljótt og auðið er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Hljóð- og myndefni teljist hins vegar ekki til skjala í skilningi ákvæðisins og verði af þeirri ástæðu að hafa kröfunni um að fá afrit af hlustunum, „enda verður að skilja kröfuna svo að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um,“ eins og segir í úrskurði Landsréttar. Varðandi kröfuna um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu segir að það verði að líta til þess að það sé almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni. Ákæruvaldið hafi í þessu máli lýst því yfir að dagbókarfærslurnar hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá hafi ákærðu „ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldinu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði,“ segir í úrskurði Landsréttar sem lesa má hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30