Erlent

Mörg hundruð misstu ökuréttindi fyrir ölvunarakstur á rafhlaupahjólum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hátt í þrjú hundruð bjóráhugamenn misstu ökuréttindi sín á Októberfest fyrir að þjóta um á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis.
Hátt í þrjú hundruð bjóráhugamenn misstu ökuréttindi sín á Októberfest fyrir að þjóta um á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Vísir/getty
Þýsk lögregluyfirvöld greindu frá því í dag að mörg hundruð Þjóðverjar misstu ökuréttindi sín í síðasta mánuði fyrir að hafa ferðast ölvaðir til og frá bjórhátíð á rafhlaupahjólum. Alls voru 414 gómaðir við ölvunarakstur en 254 voru sviptir ökuréttindum.

Í Þýskalandi er rafhlaupahjólið flokkað sem vélknúið farartæki sem þýðir að óheimilt er með öllu að ferðast um á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Rafhlaupahjól njóta síaukinna vinsælda bæði hér á landi og í Evrópu. Hægt er að þjóta hratt á milli staða án þess þó að fólk þurfi að reyna of mikið á sig.

Októberfest er þýsk ölhátíð sem haldin er á hverju ári í Munchen, höfuðborg Bæjaralands.


Tengdar fréttir

Þýtur um á raf­hlaupa­hjóli fram­hjá um­ferðar­teppunni

Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×