Yfirvöld í Katar rannsaka ekki dauðsföll hundruð erlendra verkamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 21:13 Suður-asískir verkamenn í Katar. getty/Jason Larkin Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“ Indland Katar Nepal Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“
Indland Katar Nepal Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira