Fótbolti

Zlatan gaf börnum frí í skólanum til að sjá styttu af sér

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan Ibrahimovic er einstakur karakter
Zlatan Ibrahimovic er einstakur karakter vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic ætlar að gefa öllum skólabörnum í Malmö frí frá skóla í dag til þess að mæta á afhjúpun styttu af honum.Zlatan skrifaði á Twitter í gærkvöldi að stytta af honum yrði afhjúpuð við heimavöll Malmö klukkan 15:00 í dag. Hann bætti við að öll börn fengu frí frá skólanum til þess að vera viðstödd.

Samkvæmt sænskum fjölmiðlum eru ráðmenn í skólum Malmö þó ekki tilbúnir til þess að votta fyrir þetta hjá Zlatan.Sara Wettergren, skólastarfsmaður í Svíþjóð sem Sydsvenskan talaði við, sagðist hvorki geta staðfest né neitað þessu, en sagði að hún gæti ekki ímyndað sér að það væri satt að börnin myndu fá frí.Þeir krakkar sem mæta ekki í skólann til þess að fara og sjá Zlatan og styttuna fá því fjarvist í kladdann.Zlatan er fæddur í Malmö og spilaði fyrstu ár ferils síns þar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.