Innlent

Kveikti eld í fangaklefanum í Vestmannaeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum.
Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum. Lögreglan
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn 28 ára karlmanni í Vestmannaeyjum fyrir líflátshótanir og eignaspjöll á Heimaey í mars síðastliðnum. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands.

Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að hann hafi hótað sjö lögreglumönnum, fimm karlmönnum og tveimur konum, og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi hann stungið göt á alla fjóra hjólbarða lögreglubifreiðar þar sem hún stóð kyrrstæð og mannlaus við Áshamar í Eyjum. Þannig hafi hann valdið eignaspjöllum.

Að lokum er hann ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa borið eld að og kveikt í tveimur teppum í fangaklefa á lögreglustöðinni í Eyjum. Á hann að hafa rifið upp bólstraðan kodda og tætt svamp úr honum og þannig valdið skemmdum á teppunum og koddanum.

Ríkislögreglustjóri krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða embættinu bætur að fjárhæð 119 þúsund krónur vegna tjóns á lögreglubifreiðum.

Hámarksrefsing við eignaspjöllum er tveggja ára fangelsi en sú grein laganna, sem hótanirnar heyra undir, leyfir allt að sex ára fangelsisdóm þótt .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×