Innlent

Ákærður fyrir að brjóta endurtekið á kærustu sinni þegar hún var sofandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er ákærður
Maðurinn er ákærður Fréttablaðið/Anton Brink
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot með því að hafa á árinu 2017, endurtekið og á alvarlegan hátt, ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar.Brotin áttu sér stað á heimili þeirra en vísað er til fjögurra brota í ákærunni á hendur manninum. Öll brotin áttu sér stað á nokkrum vikum eftir að konan var sofnuð. Er maðurinn í tvígang kærður fyrir nauðgun.Í fyrra skiptið fyrir að hafa að næturlagi, án samþykkis konunnar, klætt hana úr nærbuxunum og fjarlægt túrtappa úr leggöngum hennar og haft við hana samræði. Er hann sakaður um að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga.Í síðara skiptið er maðurinn kærður fyrir að hafa reynt að hafa endaþarmsmök við konuna eftir að hún var sofnuð. Lét hann af háttsemi sinni þegar konan vaknaði og varð þess vör að getnaðarlimur hans snerti endaþarm hennar.Þá er maðurinn kærður fyrir brot gegn blygðunarsemi með því að hafa að næturlagi, eftir að konan var sofnuð, afklætt hana úr nærbuxunum og stundað sjálfsfróun yfir konunni þar til hann fékk sáðfall yfir líkama hennar.Að lokum er hann kærður fyrir annað brot gegn blygðunarsemi með því að hafa að næturlagi eftir að konan var sofnuð fróað sér yfir höfði hennar þar til hann fékk sáðfall yfir andlit hennar og hár. Á sama tíma er honum gefið að sök að hafa tekið atvikið upp á síma sinn.Konan gerir kröfu um rúmlega sjö milljóna króna bótakröfu í málinu.Málið var þingfest við Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.