Innlent

Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva

Samúel Karl Ólason skrifar
Rafrettuvökvar sem innihalda THC, efni í kannabis sem veldur vímuáhrifum, hafa verið til skoðunar víða um heim eftir að veikindi og minnst þrettán dauðsföll í Bandaríkjunum hafa verið tengd við slíka vökva, að einhverju leyti.
Rafrettuvökvar sem innihalda THC, efni í kannabis sem veldur vímuáhrifum, hafa verið til skoðunar víða um heim eftir að veikindi og minnst þrettán dauðsföll í Bandaríkjunum hafa verið tengd við slíka vökva, að einhverju leyti. Vísir/Getty
Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva.



Rafrettuvökvar hafa verið til skoðunar víða um heim eftir að veikindi og minnst nítján dauðsföll í Bandaríkjunum hafa verið tengd við slíka vökva, að einhverju leyti. Rúmlega þúsund hafa veikst og meirihluti þeirra segist hafa neytt vökva sem inniheldur THC, efni í kannabis sem veldur vímuáhrifum,

Veikindin hafa, meðal annars, leitt til þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að banna alla bragðvökva fyrir rafrettur. Þá er einnig verið kallað eftir svipuðum aðgerðum hér á landi. Landlæknir hefur lagt til að núverandi löggjöf varðandi rafrettur verði hert.

Sjá einnig: Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva



Frá því að lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi í mars má ekki selja rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín, nema að fengist hafi leyfi hjá Neytendastofu. Stofnunin fer með eftirlit með lögunum, meðal annars því hvort vörurnar uppfylli öryggiskröfur. Talið er að mikið sé af vökva hér á landi sem ekki hafi fengist leyfi fyrir.

Hópur rafrettuverslana á Íslandi segir þó að takmarkað aðgengi að bragðefnum muni auka svartamarkaðsbrask með slíka vökva.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×