Fótbolti

Stuðningsmenn AC Milan vilja ekki sjá Pioli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefano Pioli er orðaður við starfið hjá AC Milan.
Stefano Pioli er orðaður við starfið hjá AC Milan. vísir/getty

AC Milan ákvað í gær að reka þjálfarann Marco Giampaolo úr starfi eftir að hafa stýrt liðinu í einungis þrjá og hálfan mánuð.

Mílanóliðið hefur ekki byrjað vel og er einungis þremur stigum frá fallsæti eftir þrjá sigra í fyrstu sjö leikjunum.

Hinn 52 ára gamli Giampaolo tók við liðinu í sumar af Gennaro Gattuso eftir að Gatusso mistókst að komast AC Milan í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Eftir að Giampaolo fékk sparkið í gær hefur Stefano Piolo verið ráðinn til starfa en það eru stuðningsmenn AC Milan ekki sáttir við.

Á Twitter í gær var eitt vinsælasta myllumerkið #PioliOut og ljóst að stuðningsmenn AC Milan hafa engan áhuga á að sjá þennan fyrrum stjóra Inter og Fiorentina stýra liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.