Innlent

Hátæknimyndavélar á nýjum slökkviliðsbílum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Fjórir nýir slökkviliðsbílar munu á næstunni aka um götur borgarinnar. Þeir eru fyrstu nýju bílarnir sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær í sextán ár en þeir elstu eru yfir þrjátíu ára gamlir.

Bílarnir eru komnir til landsins en þessa dagana er verið að kenna slökkviliðsmönnum á þá. Pólskir sérfræðingar, frá framleiðanda bílanna, eru staddir á landinu og sjá um kennsluna. Mikið af nýjum tækjum eru á bílunum líkt og hátæknimyndavélar. Með einni þeirra geta þeir sem eru í aðgerðarstöð slökkviliðsins í Skógarhlíð fylgst með því sem gerist á vettvangi.   

„Við erum bara himinlifandi hér hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að vera komin með þessi öflugu tæki í okkar þjónustu,“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.