Innlent

Hátæknimyndavélar á nýjum slökkviliðsbílum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Fjórir nýir slökkviliðsbílar munu á næstunni aka um götur borgarinnar. Þeir eru fyrstu nýju bílarnir sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær í sextán ár en þeir elstu eru yfir þrjátíu ára gamlir.Bílarnir eru komnir til landsins en þessa dagana er verið að kenna slökkviliðsmönnum á þá. Pólskir sérfræðingar, frá framleiðanda bílanna, eru staddir á landinu og sjá um kennsluna. Mikið af nýjum tækjum eru á bílunum líkt og hátæknimyndavélar. Með einni þeirra geta þeir sem eru í aðgerðarstöð slökkviliðsins í Skógarhlíð fylgst með því sem gerist á vettvangi.   „Við erum bara himinlifandi hér hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að vera komin með þessi öflugu tæki í okkar þjónustu,“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.