Fótbolti

Birkir Már var búinn að sætta sig við að landsliðsferillinn væri búinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir Már Sævarsson var fastamaður í byrjunarliði Íslands en hefur ekki fest sig í sessi hjá Erik Hamrén
Birkir Már Sævarsson var fastamaður í byrjunarliði Íslands en hefur ekki fest sig í sessi hjá Erik Hamrén vísir/vilhelm
Birkir Már Sævarsson var búinn að sætta sig við að landsliðsferillinn gæti verið búinn eftir að hafa lent utan hóps hjá Erik Hamrén.Birkir Már, sem er næst leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni. Erik Hamrén valdi hann hins vegar inn í hópinn á ný fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2020.„Ég var ekkert alveg búinn að gefa upp vonina en ég hugsaði eftir síðasta verkefni að þetta væri kannski búið,“ sagði Birkir Már við Hörð Magnússon á landsliðsæfingu í dag.„Ég var eiginlega búinn að sætta mig við að þetta hafi verið síðasti leikurinn minn í vor.“Birkir á ekki von á því að hann muni byrja leikina, heldur er hann tilbúinn í annað hlutverk að vera til taks á bekknum.Ísland mætir Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.