Var gripinn glóðvolgur við að leka hernaðarleyndarmálum til fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 9. október 2019 20:30 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunni í dag. Getty/Wong Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger. Bandaríkin Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger.
Bandaríkin Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira