Fótbolti

Argentínumenn sóttu jafntefli í Dortmund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var mikið af reynslulitlum leikmönnum í eldlínunni í kvöld
Það var mikið af reynslulitlum leikmönnum í eldlínunni í kvöld vísir/getty

Argentína kom til baka gegn Þjóðverjum í vináttulandsleik í kvöld. Bæði lið stilltu upp nokkuð breyttum byrjunarliðum frá sínu hefðbundna.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn mun betur og þeir brutu ísinn á 16. mínútu þegar Serge Gnabry skoraði sitt 10. landsliðsmark í ellefta landsleiknum fyrir Þýskaland.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Kai Havertz forskot Þjóðverja eftir mistök Marcos Rojo í vörninni. Lukas Klostermann náði af honum boltanum, fann Serge Gnabry sem sendi fyrir markið þar sem Havertz skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Þjóðverjar réðu öllu inni á vellinum í fyrri hálfleik og var fátt sem benti til endurkomu gestanna frá Argentínu í hálfleik.

En mark frá Lucas Alario á 65. mínútu gaf Argentínu von og Lucas Ocampos tryggði Argentínu jafntefli á 86. mínútu í sínum fyrsta landsleik.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar mæta Eistum á sunnudag í leik í undankeppni EM 2020 en Argentína spilar annan vináttulandsleik á móti Ekvador áður en landsleikjaglugginn lokar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.