Fótbolti

Argentínumenn sóttu jafntefli í Dortmund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var mikið af reynslulitlum leikmönnum í eldlínunni í kvöld
Það var mikið af reynslulitlum leikmönnum í eldlínunni í kvöld vísir/getty
Argentína kom til baka gegn Þjóðverjum í vináttulandsleik í kvöld. Bæði lið stilltu upp nokkuð breyttum byrjunarliðum frá sínu hefðbundna.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn mun betur og þeir brutu ísinn á 16. mínútu þegar Serge Gnabry skoraði sitt 10. landsliðsmark í ellefta landsleiknum fyrir Þýskaland.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Kai Havertz forskot Þjóðverja eftir mistök Marcos Rojo í vörninni. Lukas Klostermann náði af honum boltanum, fann Serge Gnabry sem sendi fyrir markið þar sem Havertz skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Þjóðverjar réðu öllu inni á vellinum í fyrri hálfleik og var fátt sem benti til endurkomu gestanna frá Argentínu í hálfleik.

En mark frá Lucas Alario á 65. mínútu gaf Argentínu von og Lucas Ocampos tryggði Argentínu jafntefli á 86. mínútu í sínum fyrsta landsleik.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar mæta Eistum á sunnudag í leik í undankeppni EM 2020 en Argentína spilar annan vináttulandsleik á móti Ekvador áður en landsleikjaglugginn lokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×