Fótbolti

Cavani gæti farið frítt í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Edinson Cavani
Edinson Cavani vísir/Getty

Edinson Cavani og Thiago Silva gætu farið frítt í sumar frá Paris Saint-Germain. Samningar þeirra renna út í sumar og samkvæmt heimildum ESPN hefur PSG ekki boðið þeim framlengingu.

Suður-Ameríkumennirnir eru með reyndustu leikmönnum liðsins. Cavani hefur hins vegar átt erfitt upp á síðkastið vegna meiðlsa og yngri menn hafa komist framar Silva í goggunarröðinni.

Heimildarmenn ESPN segja að Cavani vilji telja forráðamenn PSG á að gefa honum nýjan samning og að hann vilji vera áfram í París.

Hins vegar ef það kemur að því að hann fari þá vill hann helst vera áfram í Evrópu. Atletico Madrid, Napóli, Inter Mílan og Manchester United hafa öll verið sögð áhugasöm um Úrúgvæann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.