Fótbolti

Eignaðist barn í júní en var mætt á fótboltavöllinn þremur mánuðum síðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sydney Leroux til hægri myndar sig með aðdáenda.
Sydney Leroux til hægri myndar sig með aðdáenda. vísir/getty
Sydney Leroux var mætt aftur á knattspyrnuvöllinn í gær er Orlando Pride gerði 1-1 jafntefli við Sky Blue FC í WNSL-deildinni í Bandaríkjunum.

Það eru einungis þrír mánuðir síðan að Leroux eignaðist barn en það hélt ekki lengi aftur að henni.

Henni var henni skipt inn á er tvær mínútur voru eftir af leiknum í gær en Leroux á að baki 77 leiki fyrir landslið Bandaríkin.

Hún eignaðist dótturina Roux þann 28. júní og rétt tæplega mánuði síðar var hún byrjuð að æfa með Orlando Pride á nýjan leik.







Þetta var fyrsti leikur hennar síðan í september á síðasta ári en hún æfði með Orlando liðinu allt þangað til í mars á þessu ári. Þá var hún gengin fimm og hálfan mánuð á leið.

Unnusti hennar er einnig leikmaður í Bandaríkjunum en hann spilar með Orlando City. Þeir spiluðu einnig í gær er Orlando-liðið gerði 1-1 jafntefli við FC Cincinnati.

Leroux setti svo inn hjartnæma færslu eftir leikinn í gær þar sem hún talar um að leiðin hafi verið löng en hún hafi náð þessu.



MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×