Íslenski boltinn

HB staðfestir heimkomu Heimis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Guðjónsson er á leið aftur heim
Heimir Guðjónsson er á leið aftur heim vísir/ernir

Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur.

Heimir hefur verið í Færeyjum síðustu tvö ár en hann hefur verið sterklega orðaður við heimkomu á síðustu dögum og hefur því verið slegið upp að Heimir sé búinn að semja við Val.

Í tilkynningu frá HB þakkar félagið Heimi fyrir hans störf.

Hann varð færeyskur meistari með HB á sínu fyrsta tímabili með metfjölda stiga. Í ár stýrði hann HB til bikarmeistaratitils.

Heimir fór til Færeyja frá FH þar sem hann var aðalþjálfari í níu ár og vann fimm Íslandsmeistaratitla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.