Enski boltinn

Sjáðu bakvið tjöldin á ferðalagi Barcelona í Japan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frenkie De Jong gekk í raðir Barcelona í sumar.
Frenkie De Jong gekk í raðir Barcelona í sumar. vísir/getty

Barcelona ferðaðist til Japan á undirbúningstímabilinu og Beko, einn aðalstyrktaraðili Barcelona, hefur nú gert stutta heimildarmynd um ferðalagið.

Yfirleitt komast áhorfendur og stuðningsmenn ekki nærri stjörnum sínum en í þessu tólf mínútna myndbandi má meðal annars sjá hvernig atvinnumennir borða.

Kokkarnir hjá spænska stórveldinu þurfa stundum að búa til átta máltíðir fyrir hvern og einasta leikmann á undirbúnignstímabilinu. Þar er að finna allt á milli sushi og skinkusamloku.

Myndbandið var birt í gær en í fyrsta myndbandinu er eins og áður segir mikið fjallað um hvernig leikmenn næra sig. Kokkar liðsins undirbjuggu sig í mánuð fyrir ferðalagið til Asíu.

Myndbandið athyglisverða má sjá hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.