Benzema skaut Real Madrid upp í annað sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Real fagna.
Leikmenn Real fagna. vísir/getty
Real Madrid er komið upp í annað sæti La Liga-deildarinnar eftir 1-0 sigur á Sevilla sem sat á toppi deildarinnar fyrir helgina.Fyrsta og eina mark leiksins kom á 64. mínútu en eftir frábæra fyrirgjöf Dani Carvajal skallaði Karim Benzema boltann í netið.Sevilla náði að koma boltanum í netið er skammt var eftir en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fyrsta tap Sevilla á tímabilinu staðreynd.Real er í 2. sætinu með ellefu stig en lífsnauðsynlegur sigur fyrir Zinedine Zidane eftir skellinn gegn PSG í vikunni.

Sevilla er komið niður í fimmta sætinu með tíu stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.