Læknar á varðbergi vegna rafretta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2019 14:36 Á bilinu 10-15% íslenskra unglinga nota rafrettur að staðaldri. vísir/getty Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif. Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15
Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00
Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56
Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44