Viðskipti innlent

Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dæmi eru um að nikótíni hafi verið bætt við áfyllingarvökva fyrir rafrettur.
Dæmi eru um að nikótíni hafi verið bætt við áfyllingarvökva fyrir rafrettur. Vísir/vilhelm

Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva í verslunum. Stofnunin segist hafa ráðist í aðgerðirnar eftir að hafa fengið ábendingar um kaupmenn sem seldu nikótínáfyllingar sem þeir blönduðu sjálfir. Um sé að ræða tilfelli þar sem nikótíni er bætt út í nikótínlausa vökva sem seldir eru í verslunum.

Við þær aðstæður komi ekki fram hve mikið nikótín er í vökvanum. „Erfitt er að komast að hvaða innihaldsefni eru í slíkri áfyllingu, við hvaða aðstæður blöndunin fer fram, hvernig mælingar fara fram eða hver eiturhrif eru,“ segir í útskýringu á vef Neytendastofu.

„Neytendastofa vekur athygli á að einkenni eitrunar af völdum nikótíns eru til dæmis uppköst, hraður hjartsláttur, öndunarerfiðleikar og aukin munnvatnsframleiðsla. Áfyllingar fyrir rafrettur mega að hámarki innihalda 20 mg/ml af nikótínvökva,“ segir þar aukinheldur og bætt við að á vefsíðu Neytendastofu megi nálgast lista yfir rafrettur og nikótínáfyllingar fyrir þær sem hafa hlotið markaðsleyfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.