Íslenski boltinn

Selfoss og Stjarnan kláruðu með sigrum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir fagnaði merkum áfanga í dag
Hólmfríður Magnúsdóttir fagnaði merkum áfanga í dag vísir/daníel
Selfoss vann ÍBV og Stjarnan hafði betur gegn KR í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í dag.Báðir þessir leikir voru í raun aðeins formsatriði, ÍBV var búið að bjarga sér frá falli og Selfyssingar voru ekki nálægt baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Hólmfríður Magnúsdóttir var að spila sinn 300. leik í efstu deild á Íslandi og fagnaði hún því tilefni með því að skora annað mark Selfyssinga í 2-0 sigri á ÍBV. Fyrra markið hafði Selma Friðriksdóttir gert strax á 3. mínútu.Stjörnukonur unnu 3-1 heimasigur á KR-ingum í Garðabænum. Shameeka Fishley kom Stjörnunni yfir á 17. mínútu en Gloria Douglas jafnaði á 26. mínútu og var jafnt í hálfleik.Í seinni hálfleik gerðu Birna Jóhannsdóttir og Fishley sitt markið hvor og vann Stjarnan að lokum nokkuð þægilegan sigur.Selfoss endar í þriðja sæti deildarinnar, Stjarnan því fimmta en KR og ÍBV enduðu í síðustu öruggu sætunum, 7. og 8. sæti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.