Íslenski boltinn

Selfoss og Stjarnan kláruðu með sigrum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir fagnaði merkum áfanga í dag
Hólmfríður Magnúsdóttir fagnaði merkum áfanga í dag vísir/daníel

Selfoss vann ÍBV og Stjarnan hafði betur gegn KR í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í dag.

Báðir þessir leikir voru í raun aðeins formsatriði, ÍBV var búið að bjarga sér frá falli og Selfyssingar voru ekki nálægt baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Hólmfríður Magnúsdóttir var að spila sinn 300. leik í efstu deild á Íslandi og fagnaði hún því tilefni með því að skora annað mark Selfyssinga í 2-0 sigri á ÍBV. Fyrra markið hafði Selma Friðriksdóttir gert strax á 3. mínútu.

Stjörnukonur unnu 3-1 heimasigur á KR-ingum í Garðabænum. Shameeka Fishley kom Stjörnunni yfir á 17. mínútu en Gloria Douglas jafnaði á 26. mínútu og var jafnt í hálfleik.

Í seinni hálfleik gerðu Birna Jóhannsdóttir og Fishley sitt markið hvor og vann Stjarnan að lokum nokkuð þægilegan sigur.

Selfoss endar í þriðja sæti deildarinnar, Stjarnan því fimmta en KR og ÍBV enduðu í síðustu öruggu sætunum, 7. og 8. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.