Innlent

Erlendur ferðamaður braut rúðu ber að ofan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hafði í ýmis horn að líta í nótt.
Lögregla hafði í ýmis horn að líta í nótt. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók erlendan ferðamann eftir að tilkynnt var um að maður væri að brjóta rúðu í húsi við Skúlagötu á fjórða tímanum í nótt.

Maðurinn reyndist vera ber og ofan og í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þá hafði lögregla einnig afskipti af manni sem reyndist vera í annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur. Var hann á ferð með ólarlausan schäfer-hund. Var manni og hundi ekið heim og má maðurinn búast við kæru vegna brots á lögreglusamþykkt, að því er segir í dagbók lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.