Innlent

Brúðargjöfum stolið úr ferðatösku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan var handtekin við komuna til Keflavíkur.
Konan var handtekin við komuna til Keflavíkur. Vísir/vilhelm

Talsverðum verðmætum var stolið úr ferðatösku sem varð viðskila við eiganda sinn í flugi frá Manchester til Keflavíkur nýverið.

Fyrir mistök hafnaði taskan í flugi til Munchen, í stað Keflavíkur, og var þar í nokkra daga áður en eigandinn fékk hana í hendur aftur.

Greinilega hafði verið vandlega valið úr töskunni því teknar höfðu verið brúðargjafir, sparifatnaður og iPad meðal annarra muna. Ekki er vitað hvar þjófnaðurinn átti sér stað, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar er einnig greint frá því að lenda hafi þurft flugvél frá American Airlines á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega. Vélin var í áætlunarflugi frá Chicago til Feneyja á Ítalíu.

Læknir var um borð og leit hann til með sjúklingnum þar til að lent var í Keflavík. Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.