Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 10:34 Mótmælendur söfnuðust saman á lestarstöð í Hong Kong og skemmdu miðaskanna og eftirlitsmyndavélar. AP/Kin Cheung Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar. Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar.
Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53