Fótbolti

Bað um reiknings­númerið hjá stuðnings­mönnunum svo leik­mennirnir gætu lagt inn pening fyrir bjór

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lasse Fosgaard fagnar eftir sigur Lyngby.
Lasse Fosgaard fagnar eftir sigur Lyngby. vísir/getty

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby vann 3-2 endurkomusigur á Silkeborg í gærkvöldi er liðin mættust á JYSK-leikvanginum í Silkeborg.

Silkeborg komst 2-1 yfir í leiknum en tvö mörk frá Gustav Marcussen í síðari hálfleik tryggðu Lyngby sigurinn og þeir eru komnir upp í tíunda sætið. Þeir eru nýliðar í deildinni.

Leikmenn Lyngby voru ánægðir með stuðningsmenn liðsins sem tóku túrinn til Silkeborg en það tekur rúma þrjá tíma að keyra frá Lyngby til Silkeborg.

Lasse Fosgaard setti inn á Facebook-síðu stuðningsmanna Lyngby eftir leikinn hvort að einn af stuðningsmönnunum sem væru í rútunni gæti sent sér reikningsnúmerið sitt.

Leikmennirnir vildu leggja sitt að mörkum og kaupa tvo kassa af bjór fyrir frábæran stuðning sem þeir fengu á útivelli.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.