Fótbolti

Barcelona vill fá Rapinoe

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rapinoe í kunnuglegri stellingu.
Rapinoe í kunnuglegri stellingu. vísir/getty
Barcelona hefur áhuga á að fá bandarísku landsliðskonuna Megan Rapinoe til liðsins.Rapinoe, sem er 34 ára, hefur áhuga á að ljúka ferlinum í Evrópu. Hún hefur leikið með Seattle Reign síðan 2013.„Við erum í aðstöðu til að fá leikmann í þessum gæðaflokki,“ sagði Maria Teixidor, stjórnandi hjá Barcelona, við Gol.Barcelona byrjaði með kvennalið 2015. Liðið komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili en tapaði þar fyrir Lyon.Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir þrjár umferðir. Á laugardaginn vann liðið meistara Atlético Madrid með sex mörkum gegn einu.Rapinoe vakti mikla athygli á HM 2019 í sumar, jafnt innan vallar sem utan. Hún var valin besti leikmaður mótsins og var markahæst ásamt Alex Morgan og Ellen White.Rapinoe skoraði fyrra mark Bandaríkjanna í 2-0 sigri á Hollandi í úrslitaleik HM.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.