Fótbolti

Barcelona vill fá Rapinoe

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rapinoe í kunnuglegri stellingu.
Rapinoe í kunnuglegri stellingu. vísir/getty

Barcelona hefur áhuga á að fá bandarísku landsliðskonuna Megan Rapinoe til liðsins.

Rapinoe, sem er 34 ára, hefur áhuga á að ljúka ferlinum í Evrópu. Hún hefur leikið með Seattle Reign síðan 2013.

„Við erum í aðstöðu til að fá leikmann í þessum gæðaflokki,“ sagði Maria Teixidor, stjórnandi hjá Barcelona, við Gol.

Barcelona byrjaði með kvennalið 2015. Liðið komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili en tapaði þar fyrir Lyon.

Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir þrjár umferðir. Á laugardaginn vann liðið meistara Atlético Madrid með sex mörkum gegn einu.

Rapinoe vakti mikla athygli á HM 2019 í sumar, jafnt innan vallar sem utan. Hún var valin besti leikmaður mótsins og var markahæst ásamt Alex Morgan og Ellen White.

Rapinoe skoraði fyrra mark Bandaríkjanna í 2-0 sigri á Hollandi í úrslitaleik HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.