Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 23:30 Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með. Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með.
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30
Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00
Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00