Styðja sameiningu sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 20:00 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30