Erlent

Bein útsending: Umdeildir leiðtogar taka fyrstir til máls hjá SÞ

Samúel Karl Ólason skrifar
Abdel Fattah el-Sisi og Donald Trump eru meðal fyrstu ræðumanna í dag.
Abdel Fattah el-Sisi og Donald Trump eru meðal fyrstu ræðumanna í dag. AP/Evan Vucci
Það verður mikið um ræðuhöld á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem 21 þjóðarleiðtogi mun taka til máls. Fyrstu fjórir ræðumennirnir þykja þó áhugaverðari en margir aðrir að þessu sinni.

Fyrstur til að taka til máls verður Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og á eftir honum kemur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Þar næst stígur Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, í pontu og því næst Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Allir þykja þeir umdeildir og hafa jafnvel verið sakaðir um einræðisburði, þó sumir meira en aðrir.

Síðasti ræðumaðurinn í dag er Boris Johnson, umdeildur forsætisráðherra Bretlands, en ekki er víst að hann muni halda ræðu sína. Búið er að boða til þings á morgun eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að forsætisráðherrann hefði brotið lög þegar hann fékk drottninguna til að fresta þingi í síðasta mánuði.

Sjá einnig: Þingfrestun Boris dæmd ólögleg



Þema allsherjarþingsins þetta árið er baráttan gegn fátækt, menntun, veðurfarsbreytingar og meðtalning (e: Inclusion). Fjölmiðlar ytra segja þó að Trump muni einbeita sér að því að gagnrýna Íran og reyna að byggja upp samstöðu gegn ríkinu. Þar að auki er hann talinn líklegur til að ræða ástandið í Venesúela og jafnvel samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.

Ræðuhöldin hefjast klukkan eitt og verður hægt að fylgjast með þeim hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×