Íslenski boltinn

Ellefu atvinnumenn í U19 ára landsliði Íslands

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19
Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 vísir/skjáskot
Íslenska landsliðið skipað piltum 19 ára og yngri mun leika tvo æfingaleiki gegn Svíþjóð og Finnlandi í október en leikirnir verða báðir spilaðir í Finnlandi.

Þorvaldur Örlygsson er þjálfari liðsins og hefur valið 20 manna hóp fyrir verkefnið.

Af þessum 20 leikmönnum eru ellefu á samningi hjá erlendu félagsliði. Fimm leikmenn koma frá félögum sem léku í Inkasso deildinni á nýafstaðinni leiktíð og léku þeir allir nokkuð stórt hlutverk með sínum liðum í sumar. 

Þrír eru á mála hjá liðum í Pepsi-Max deildinni og þá er ótalinn Þórður Gunnar Hafþórsson sem var í lykilhlutverki hjá Vestra í 2.deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Hópurinn:


Róbert Orri Þorkelsson | Afturelding

Andri Fannar Baldursson | Bologna

Karl Friðleifur Gunnarsson | Breiðablik

Kristall Máni Ingason | FC Köbenhavn

Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir

Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta

Orri Hrafn Kjartansson | Heerenveen

Valgeir Valgeirsson | HK

Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping

Oliver Stefánsson | IFK Norrköping

Davíð Snær Jóhannsson | Keflavík

Vuk Óskar Dimitrijevic | Leiknir R.

Atli Barkarson | Fredrikstad

Ísak Snær Þorvaldsson | Norwich

Teitur Magnússon | OB

Jökull Andrésson | Reading

Andri Lucas Guðjohnsen | Real Madrid

Mikael Egill Ellertsson | SPAL

Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan

Þórður Gunnar Hafþórsson | Vestri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×