Fótbolti

Albanir hafa haldið hreinu í 380 mínútur á þessum velli

Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar
Byrjunarlið Albana í Frakkaleiknum um síðustu helgi.
Byrjunarlið Albana í Frakkaleiknum um síðustu helgi. Getty/
Albanska vörnin virðist aldrei vera þéttari en á Elbasan Arena leikvanginum þar sem liðið tekur á móti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Albanir hafa ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum sínum á vellinum eða í öllum leikjum síðan að Norðmenn komu í heimsókn og unnu þá 1-0 í vináttulandsleik í mars 2018.

Það þarf síðan að fara aftur til 12. nóvember 2016 til að finna keppnisleik þar sem Albanir fengu á sig mark á vellinum.

Nú eru liðnar 380 mínútur síðan að skorað var á albanska landsliðið á þessum velli í öllum leikjum og 277 mínútur síðan skorað var á albanska liðið í keppnisleik á vellinum.

Íslenska liðið náði bara að skora eitt mark hjá Albönum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli en stráknum okkar tekst vonandi í kvöld að binda enda á þessa markaþurrð mótherja Albana á Elbasan Arena.



Hreint mark hjá albanska landsliðinu á Elbasan Arena

11. júní 2019: Sigur á Moldóva - 90 mínútur

20. nóvember 2018: Sigur á Wales - 90 mínútur

10. október 2018: Jafntefli við Jórdaníu - 90 mínútur

7. september 2018: Sigur á Ísrael - 90 mínútur

26. mars 2018: Tap fyrir Noregi - 20 mínútur

Hreint mark hjá albanska landsliðinu í keppnisleikjum á Elbasan Arena

11. júní 2019: Sigur á Moldóva - 90 mínútur

7. september 2018: Sigur á Ísrael - 90 mínútur

2. september 2017: Sigur á Liechtenstein - 90 mínútur

12. nóvember 2016: Tap fyrir Ísrael - 7 mínútur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×