Fótbolti

Íslensku strákarnir miklu leikreyndari en þegar þeir mættu Albönum síðast á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar
Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn á laugardag.
Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn á laugardag. vísir/daníel
Margir í íslenska landsliðinu eru með í kringum sextíu fleiri landsleiki en þegar þeir spiluðu síðast útileik við Albani.

Það talsvert reynslumeira íslenskt landslið sem mætir Albaníu í kvöld en liðið sem mætti til Albaníu fyrir tæpum sjö árum síðan.

Fyrir sjö árum þá var Grétar Rafn Steinsson langleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 44 leiki fyrir leikinn. Næstur honum voru Emil Hallfreðsson með 32 leiki og Aron Einar Gunnarsson með 32 leiki. Aðrir höfðu leikið færri leiki.

Hannes Þór Halldórsson og Ari Freyr Skúlason voru þarna báðir að leika bara sinn sjöunda landsleik. Þetta var þrettándi landsleikur Gylfa Þór Sigurðsson, sá sextándi hjá Birkir Bjarnasyni og landsleikur númer 23 hjá bæði Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni.

Meðallandsleikjafjöldi íslensku leikmannanna sem tók þátt í leiknum var 20,4 landsleikir. Meðalaldur leikmannanna sem spiluðu leikinn var 25,9 ár.

Í landsleiknum á móti Moldóvu á laugardaginn var meðallandsleikjafjöldinn 55,7 landsleikir að honum meðtöldum og meðalaldurinn 30,8 ár. Átta leikmenn Íslands í leiknum höfðu leiki yfir 60 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×