Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Albaníu: Kolbeinn og Arnór Ingvi detta út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil kemur inn í byrjunarliðið.
Emil kemur inn í byrjunarliðið. vísir/vilhelm
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Albaníu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Hamrén gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 3-0 sigrinum á Moldóvu á laugardaginn. Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma inn fyrir Kolbein Sigþórsson og Arnór Ingvi Traustason.

Jón Daði Böðvarsson verður einn í íslensku framlínunni. Gylfi Þór Sigurðsson leikur fyrir aftan Jón Daða.

Ragnar Sigurðsson er á sínum stað í vörninni en hann leikur sinn 90. landsleik í kvöld.

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.



Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Hjörtur Hermannsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantmaður: Rúnar Már Sigurjónsson

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Emil Hallfreðsson

Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason

Framliggjandi miðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson

Framherji: Jón Daði Böðvarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×