Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íþróttadeild skrifar 10. september 2019 20:52 Gylfi skoraði og var besti leikmaður Íslands. vísir/daníel Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira