Fótbolti

Birkir: Seinni hálfleikur fínn en kom of seint

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir Bjarnason sagði íslenska landsliðið hafa verið langt undir pari í 4-2 tapinu fyrir Albaníu ytra í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Fyrri hálfleikur var alls ekki góður. Sennilega vorum við langt undir pari og þannig er það bara. Mér fannst seinni hálfleikur fínn en það var bara of seint og við náðum ekki að halda þessu augnabliki sem við fengum þegar við jöfnuðum,“ sagði Birkir Bjarnason við Óskar Ófeig Jónsson úti í Albaníu eftir leikinn.

„Þetta er erfiður völlur, það er heitt hérna og mjúkur völlurinn. Maður verður svolítið þreyttur á því, en við ætluðm okkur að vinna.“

„Þetta opnaðist aðeins of mikið og leiðinlegt að við náum ekki að þétta, sérstaklega þegar við erum búnir að vinna það góða verk að ná að jafna.“

Úrslitin eru ekki góð fyrir Ísland upp á stöðuna í riðlinum, nú er liðið þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum sem unnu sína leiki í kvöld.

„Þetta er í okkar hendi ennþá. Nú spilum við við Tyrki og við getum haft valdið á þeim, við erum búnir að vinna þá heima og vonandi gerum við það úti líka. Við þurfum að reyna að vinna okkar leiki og sjáum þá hvað gerist,“ sagði Birkir Bjarnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×