Fótbolti

Aron Einar: Urðum of ákafir þegar við jöfnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur með allt sem viðkom leik Íslands og Albaníu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Við mættum þeim ekki af krafti, vorum slakir í fyrri hálfleik. Kannski aðeins betri í seinni en það segir sig sjálft að þegar þú færð á þig fjögur mörk á útivelli þá ert þú ekki að fara að vinna, svo einfalt er það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu.

Ísland tapaði leiknum 4-2 eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang.

„Það er það sem er svo svekkjandi við þetta, að koma til baka tvisvar og eyða miklu púðri í það, svo náum við ekki að halda.“

„Við urðum aðeins of ákafir fannst mér í staðinn fyrir að setjast bara aðeins niður og einblína á varnarleikinn þá förum við að ætla að vinna.“

„Auðvitað vildum við vinna en við vorum aðeins of ákafir þegar við jöfnum í bæði skiptin og þetta var bara lélegt.“

Frakkland og Tyrkland unnu bæði leiki sína í kvöld svo tapið var slæmt fyrir stöðu Íslands í riðlinum.

„Þetta er ennþá í okkar höndum bara og það er það góða við það. Þetta var svekkelsi í dag, en við getum verið pirraðir út í okkur sjálfa og engan annan,“ sagð Aron Einar Gunnarsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.